Oriel Junqueras fékk 13 ár

Oriol Junqueras.
Oriol Junqueras. AFP

Níu leiðtog­ar aðskilnaðarsinna í Katalón­íu voru í dag dæmd­ir í langt fang­elsi í hæsta­rétti Spán­ar. Oriel Junqu­eras, formaður ERC, fékk þyngsta dóm­inn eða 13 ár. Hann var dæmd­ur fyr­ir að hafa mis­notað op­in­bert fé og áróður. Dóm­arn­ir eru væg­ari en sak­sókn­ari hafði farið fram á en hann hafði meðal ann­ars farið fram á 25 ára fang­els­is­dóm yfir Ori­ol Junqu­eras.

Þrír aðrir fyrr­ver­andi ráðherr­ar héraðsstjórn­ar Katalón­íu fengu 12 ára dóm en aðrir væg­ari refs­ingu.

AFP

Fyrr­ver­andi leiðtogi sjálf­stæðissinna, Car­les Puig­demont, seg­ir fang­els­is­dóm­ana hneyksli. „100 ár sam­an­lagt. Hneyksli.“

Hann hvet­ur fólk til þess að bregðast við og mót­mæla en Puig­demont, sem er fyrr­ver­andi for­seti Katalón­íu,  fór í út­legð til Belg­íu, var ekki meðal sak­born­inga, þar sem spænskt rétt­ar­kerfi heim­il­ar ekki rétt­ar­höld að sak­born­ing­um fjar­stödd­um. 

Alls voru 12 ákærðir og eru flest­ir þeirra fyrr­ver­andi ráðherra í héraðsstjórn Katalón­íu. Þeir voru ákærðir í kjöl­far þjóðar­at­kvæðagreiðslu í héraðinu um sjálf­stæði 1. októ­ber 2017.

Fyrr­ver­andi for­seti þings­ins, Carme Forca­dell, fékk 11 ára og sex mánaða fang­els­is­dóm og Jordi Sanchez og Jordi Cuix­art voru dæmd­ir í 9 ára fang­elsi. Aðeins þrír af 12 ákærðu þurfa ekki að afplána refs­ingu þar sem þeim var gert að greiða sekt. 

Níu af sak­born­ing­un­um tólf voru ákærðir fyr­ir að hafa tekið þátt í bylt­ing­ar­tilraun og þrír eru sakaðir um óhlýðni og að hafa mis­notað al­manna­fé. Andr­eu Van den Eynde, lögmaður tveggja sak­born­ing­anna sakaði spænsk stjórn­völd um að hafa brotið á rétt­ind­um skjól­stæðinga sinna og sagði þá sitja und­ir sök vegna stjórn­mála­skoðana sinna.

Óháð nefnd sér­fræðinga á veg­um mann­rétt­indaráðs Sam­einuðu þjóðanna kallaði eft­ir því í maí að þrem­ur þeirra yrði sleppt þegar í stað úr haldi spænskra stjórn­valda. Komst nefnd­in að þeirri niður­stöðu í skýrslu sinni að fang­els­un mann­anna þriggja, Jordi Cuix­art, Jordi Sanchez og Ori­ol Junqu­eras, væri byggð á geðþótta frek­ar en lög­um. Þá bryti fanga­vist mann­anna gegn mann­rétt­inda­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna.

Menn­irn­ir voru hand­tekn­ir í októ­ber og nóv­em­ber 2017 eft­ir að leiðtog­ar héraðsins gerðu til­raun til þess að lýsa yfir sjálf­stæði þess og hafa þeir verið í haldi spænskra stjórn­valda síðan þá. Nefnd­in skoðaði ekki mál hinna sem voru dæmd­ir í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert