Áfram mótmælt í Katalóníu

Spænsk yfirvöld segjast nú hafa til rannsóknar hverjir standi að …
Spænsk yfirvöld segjast nú hafa til rannsóknar hverjir standi að skipulagningu mótmælanna. AFP

Tug­ir þúsunda sjálf­stæðissinnaðra Katalóna hafa streymt á göt­ur út í Barcelona ann­an dag­inn í röð til þess að mót­mæla fang­els­is­dóm­um leiðtoga aðskilnaðarsinna.

Á annað hundrað slösuðust í mót­mæl­un­um í gær, þar af fjöldi lög­reglu­manna, en í mót­mæl­um dags­ins hafa átök­in haldið áfram, eld­ar verið kveikt­ir og mót­mæl­end­ur hafa reynt að ryðja sér leið inn á skrif­stof­ur yf­ir­valda.

Spænsk yf­ir­völd segj­ast nú hafa til rann­sókn­ar hverj­ir standi að skipu­lagn­ingu mót­mæl­anna.

Hæstirétt­ur Spán­ar dæmdi á mánu­dag níu leiðtoga sjálf­stæðissinna í Katalón­íu til ára­langr­ar fang­els­is­vist­ar. Þyngsti dóm­ur­inn hljóðar upp á 13 ár en sá sem styst þarf að sitja inni verður þar þó í níu ár. Þá hef­ur hand­töku­skip­un verið gef­in út vegna Car­les Puig­demont, fyrr­ver­andi for­seta Katalón­íu­héraðs.

Frétt BBC

Mótmælendur kveikja í rusli á götum Barcelona.
Mót­mæl­end­ur kveikja í rusli á göt­um Barcelona. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert