Mótmælt í Katalóníu í alla nótt

Mótmælendur héldu uppi símum sínum til að lýsa á fána …
Mótmælendur héldu uppi símum sínum til að lýsa á fána sjálfstæðrar Katalóníu. AFP

Ekkert lát er á mótmælunum í Katalóníu á Spáni þar sem tugþúsundir mótmæltu í nótt fangelsisdómum leiðtoga aðskilnaðarsinna sem vilja sjálfstæði Katalóníuhéraðs. 51 mótmælandi var tekinn höndum, fólkið bar grímur, kastaði ýmsu lauslegu að lögreglu og kveikti í ruslatunnum. 72 lögreglumenn slösuðust í mótmælunum og þar af eru nokkrir beinbrotnir. 

Nokkur átök voru á milli mótmælenda og lögreglu í nótt.
Nokkur átök voru á milli mótmælenda og lögreglu í nótt. AFP

Flestir af þessum 51 voru handteknir í Barcelona, eða 29. Þá voru 14 handteknir í Tarragona-héraði og átta í Lleida.

Hæstiréttur Spánar dæmdi á mánu­dag níu leiðtoga sjálf­stæðissinna í Katalón­íu til ára­langr­ar fang­els­is­vist­ar. Þyngsti dóm­ur­inn hljóðar upp á 13 ár en sá sem styst þarf að sitja inni verður þar þó í níu ár.

Mótmælendur báru eld að ruslatunnum og ýmsum lausamunum.
Mótmælendur báru eld að ruslatunnum og ýmsum lausamunum. AFP

Þá hef­ur hand­töku­skip­un verið gef­in út vegna Car­les Puig­demont, fyrr­ver­andi for­seta Katalón­íu­héraðs.

Á götum Barcelona í nótt.
Á götum Barcelona í nótt. AFP

Loka þurfti fjölmörgum götum í Barcelona í morgun vegna þess að þar þurfti að hreinsa brunaleifar eftir mótmæli næturinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert