Boða til allsherjarverkfalls í Katalóníu

Dagleg mótmæli hafa verið í Barcelona frá því á mánudag …
Dagleg mótmæli hafa verið í Barcelona frá því á mánudag þegar níu leiðtogar sjálf­stæðissinna í Katalón­íu voru dæmdir til ára­langr­ar fang­els­is­vist­ar. AFP

Aðskilnaðarsinn­ar hafa boðað til alls­herj­ar­verk­falls í Katalón­íu í dag. Tugþúsund­ir hafa safn­ast sam­an í miðborg Barcelona öll kvöld vik­unn­ar til að mót­mæla fang­els­is­dóm­um leiðtoga aðskilnaðarsinna sem vilja sjálf­stæði Katalón­íu­héraðs.

Hæstirétt­ur Spán­ar dæmdi á mánu­dag níu leiðtoga sjálf­stæðissinna í Katalón­íu til ára­langr­ar fang­els­is­vist­ar. Þyngsti dóm­ur­inn hljóðar upp á 13 ár en sá sem styst þarf að sitja inni verður þar þó í níu ár.

Í mót­mæl­un­um í gær­kvöld stöðvuðu mót­mæl­end­ur um­ferð á landa­mær­um Spán­ar og Frakk­lands. Mót­mæl­end­ur kveiktu einnig í bíl­um og köstuðu bens­ín­sprengj­um og flug­eld­um að óeirðalög­reglu. Þá safnaðist fjöldi há­skóla­nema sam­an og mót­mælti sömu­leiðis og kyrjuðu „frelsið póli­tísku fang­ana“. 

Bú­ist er við að hundruð þúsunda taki þátt í alls­herj­ar­verk­fall­inu og fjölda­mót­mæl­un­um í dag. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert