Hálf milljón tók þátt í mótmælum

Aðskilnaðarsinnar kveiktu eld í mótmælunum í dag.
Aðskilnaðarsinnar kveiktu eld í mótmælunum í dag. AFP

Til átaka kom milli mót­mæl­enda og lög­reglu í Barcelona á Spáni í dag. Mót­mæl­in eru þau fjöl­menn­ustu sem hafa verið frá því þau hóf­ust á mánu­dag. Fang­els­is­dóm­um leiðtoga aðskilnaðarsinna sem vilja sjálf­stæði Katalón­íu­héraðs er mót­mælt. Aðskilnaðarsinn­ar hvöttu til alls­herj­ar mót­mæla í Katalón­íu í dag. 

Sam­göng­ur eru víða í lamasessi, flugi hef­ur verið af­lýst af alþjóðaflug­vell­in­um í borg­inni og  versl­un­um var víða lokað og eft­ir­sótt­ir ferðamannastaðir borg­ar­inn­ar voru teppt­ir af mót­mæl­end­um.  

Talið er að yfir hálf millj­ón manna hafi tekið þátt í mót­mæl­un­um í dag. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu voru þetta um 525 þúsund manns. Flest­ir mót­mætlu friðsam­lega og gengu fylktu liði um miðborg Barcelona með skilt. Ung­ir mót­mæl­end­ur kveiktu eld og létu ófriðsam­lega. Lög­regl­an beitti tára­gasi og skaut gúmmí­kúl­um á mót­mæl­end­ur. 

Fyrstu þrír dag­ar mót­mæl­anna hafa þegar kostað spænska ríkið um 1.575.000 evr­ur vegna skemmd­ar­verka sem hafa verið unn­in. Til að mynda hafa um­ferðarljós og -skilti verið eyðilögð, tré og rusla­tunn­ur skemmd­ar svo dæmi séu tek­in.   

Mótmælin eru þau fjölmennustu frá því á mánudaginn.
Mót­mæl­in eru þau fjöl­menn­ustu frá því á mánu­dag­inn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka