Neyðarástand í Santiago

Mótmælendurnir eru flestir ungt fólk, nemendur við framhalds- og háskóla …
Mótmælendurnir eru flestir ungt fólk, nemendur við framhalds- og háskóla borgarinnar. Þeir ruddust inn á lestarstöðvar, kveiktu elda og hindruðu umferð í borginni. AFP

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í höfuðborg Síle, Santiago, eftir að átök brutust út í mótmælum vegna hækkaðs verðs á lestarmiðum.

Mótmælendurnir eru flestir ungt fólk, nemendur við framhalds- og háskóla borgarinnar. Þeir ruddust inn á lestarstöðvar, kveiktu elda og hindruðu umferð í borginni. Miklar skemmdir eru sagðar hafa orðið á borgareignum auk þess sem þúsundir komast ekki leiðar sinnar með almenningssamgöngum.

Mótmælendur kveiktu víða elda í borginni.
Mótmælendur kveiktu víða elda í borginni. AFP

Í sjónvarpsupptökum af mótmælunum má sjá hvar mótmælendur kasta steinum í lögreglu, ráðast á lögreglubíla og kveikja í minnst einni rútu.

Óeirðarlögregla hefur beitt táragasi og kylfur á mótmælendur sem hafa mótmælt verðhækkuninni dögum saman. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert