Átta látnir í óeirðum í Síle

Ástandið hefur verið eldfimt í Síle síðustu daga.
Ástandið hefur verið eldfimt í Síle síðustu daga. AFP

Fimm létust þegar kveikt var í fataverksmiðju skammt frá Santiago, höfuðborg Síle, í óeirðum í gærkvöldi. Alls hafa átta manns látist í átökum helgarinnar í Síle.

Átök brutust út á föstudag vegna hækkaðs verðs á lestarmiðum en miklar óeirðir hafa verið í Santiago síðan fyrir helgi.

Sebastián Piñera, forseti Síle, sagði í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að stjórnvöld ættu í stríði við óvin sem hikaði ekki við að beita ofbeldi.

Mótmælendur í Santiago.
Mótmælendur í Santiago. AFP

Þrátt fyrir að hætt hafi verið við fyrirhugaðar hækkanir á lestarmiðum hefur ekki dregið úr ófriðnum. Fólk um allt land mótmælir spillingu og misskiptingu í landinu.

„Fólk er reitt og það hefði mátt búast við þessu núna í talsverðan tíma,“ sagði einn mótmælenda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert