Forsetinn reynir að róa mótmælendur

Sebastian Piñera, forseti Síle.
Sebastian Piñera, forseti Síle. AFP

Sebastian Piñera, forseti Síle, lagði í gærkvöldi til félagslegar umbætur en markmið þeirra er að binda enda á mótmæli í landinu sem hafa staðið yfir frá því fyrir helgi. Alls hafa fimmtán látið lífið í mótmælunum.

Piñera fundaði með nokkrum stjórnarandstöðuflokkum vegna ástandsins í gærkvöldi og kynnti hugmyndir sínar.

Meðal þess sem forsetinn lagði til var að skattar á rafmagn yrðu frystir, lágmarkslífeyrir hækkaði um 20% og að ríkið stæði straum af kostnaði við dýrar læknaaðgerðir.

Átök brutust út í Síle á föstudag vegna hækkaðs verðs á lestarmiðum. Hækkunin var dregin til baka en það dugði ekki til og hefur almenningur síðan mótmælt lág­um laun­um, mis­skipt­ingu og spill­ingu.

Ástandið hefur ekki verið gott í Síle síðustu daga.
Ástandið hefur ekki verið gott í Síle síðustu daga. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert