Kínverska lögreglan handtók kunna blaðakonu

Mótmælt hefur verið í Hong Kong síðustu fimm mánuði.
Mótmælt hefur verið í Hong Kong síðustu fimm mánuði. AFP

Kín­verska lög­regl­an hand­tók kunna kín­verska blaðakonu sem fjallaði um mót­mæl­in í Hong Kong. Hún var hand­tek­inn þegar hún sneri aft­ur til síns heima ný­verið. Huang Xu­eq­in fór til Hong Kong í sum­ar og skrifaði að minnsta kosti tvær frétta­skýr­ing­ar um mót­mæl­in sem brut­ust út fyr­ir um fimm mánuðum. 

Xu­eq­in varð þekkt í heimalandi sínu eft­ir að hún fjallaði um #MeT­oo—bylt­ing­una í Kína í fyrra. Hún greindi meðal ann­ars sjálf frá þeirri áreitni sem hún mátti þola þegar hún steig sín fyrstu skref í starfi sem blaðamaður á kín­versk­um fjöl­miðlum. Hún hvatti einnig kyn­syst­ur sín­ar að stíga fram og gera slíkt hið sama.  

Þegar Xu­eq­in kom aft­ur til borg­ar­inn­ar Guangzhou tóku yf­ir­völd hana fanga og gerðu vega­bréf henn­ar upp­tækt. Lög­regl­an verst fregna og vill lög­fræðing­ur henn­ar held­ur ekki tjá sig við fjöl­miðla. 

Xu­eq­in hafði áður greint frá því að fjöl­skylda henn­ar hafi orðið fyr­ir aðkasti kín­verskra yf­ir­valda vegna veru henn­ar sjálfr­ar í Hong Kong. Hún er sjálf­stætt starf­andi blaðamaður og miðlar efni sínu á netið. Í grein­um sem hún skrifaði um mót­mæl­in hef­ur hún meðal ann­ars sagt að „harðstjór­arn­ir geti mögu­lega brotið fólkið á bak aft­ur en þeir geti aldrei unnið hjörtu fólks­ins.“

Yaqiu Wang, talsmaður Mann­rétt­inda­vakt­ar­inn­ar og vin­ur Xu­eq­in, ótt­ast að hún eigi yfir höfði sér þunga refs­ingu. Wang sagði enn­frem­ur að stjórn­völd í Kína ótt­ist að mót­mæl­in eigi eft­ir að breiða úr sér yfir til Kína.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert