Dómstólar í Marokkó staðfestu dauðarefsingu yfir fjórða morðingja tveggja skandínavískra stúlkna sem þeir myrtu á hrottafenginn hátt og birtu myndband af ódæðinu. Þrír af þeim 24 mönnum í vígahópnum höfðu áður verið dæmdir til dauða fyrir að myrða Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára frá Danmörku, og Maren Ueland, 28 ára frá Noregi, en þær fundust látnar í tjaldi sínu í Atlas-fjöllunum 17. desember. Hinir fengu dóm sem spannar frá 5 árum og upp í 30 ár. ár.
Þrátt fyrir að þeir hafi verið dæmdir til dauða hefur enginn verið tekinn af lífi í Marokkó frá árinu 1993. Ástæðan er sú að ekki er pólitísk sátt um lögmæti þeirra. Dómurinn staðfesti fangelsisdóm, frá fimm til 30 ára yfir 19 mannanna auk þess þyngdi hann dóm yfir einum úr 15 árum og upp í 20 ár.
Þrír þeirra ákærðu sem myndin er af þeir: Ejjoud, Younes Ouaziyad, 27 ára og Rachid Afatti, 33 ára, var gert að sök að hafa heitið vígasamtökunum Ríki íslams hollustu og framið morðin.
Mennirnir þrír voru einnig dæmdir til að greiða fjölskyldu Ueland 190 þúsund evrur í skaðabætur.