Krefjast aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi

Mótmælendur í París í dag.
Mótmælendur í París í dag. AFP

137 konur hafa verið myrtar af maka í Frakklandi það sem af er árinu samkvæmt mannréttindasamtökum en tugþúsundir kröfðust þess í París í dag að endir yrði bundinn á kyndbundið ofbeldi. Fjöldi fólks hélt á mynd af ættingja eða vinkonu sem hefur verið myrt af maka.

Alls voru um 30 kröfugöngur haldnar víðs vegar um Frakkland.

Sagðar voru sögur kvenna sem höfðu verið myrtar af maka sínum.

Fjólublár var litur mótmælanna.
Fjólublár var litur mótmælanna. AFP

Systir einnar konu sem var myrt af maka sínum sagði að systirin, Marie-Alice Dibon, hefði kynnst Luciano Meridda í leigubíl í París árið 2004.

Sambandið hófst á góðu nótunum en nokkrum árum síðar varð Meridda mjög stjórnsamur og í ljós kom að hann hafði logið til um fortíð sína. Hann hafði verið giftur og átt börn en lét þess ógetið við Dibon.

Hún reyndi nokkrum sinnum að losna undan honum en gekk það ekki. Dibon fannst látin 22. apríl á þessu ári en Meridda hafði kyrkt hana. Hann var á flótta í tvær vikur áður en hann framdi sjálfsvíg.

AFP

Fram kemur í frétt AFP að tíðni heimilisofbeldis í Frakklandi sé með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Aðgerðasinnar segja að það þurfi að eyða milljörðum evra til að takast á við vandamálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert