Sendiherra Bandaríkjanna í Peking var kallaður á fund í utanríkisráðuneyti Kína í dag vegna þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir frumvarp til laga þar sem Bandaríkin styðja við mótmælendur í Hong Kong.
Var sendiherrann, Terry Branstad, hvattur til þess af aðstoðarutanríkisráðherra Kína, Le Yucheng, að koma í veg fyrir að lögin komi í framkvæmd svo hægt verði hægt að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar á samkomulagi ríkjanna tveggja.
Trump skrifaði undir lögin á sama tíma og samningaviðræður ríkjanna eru stál í stál í viðskiptastríði þeirra. Í yfirlýsingu frá kínverska utanríkisráðuneytinu eru Bandaríkin hvött til þess að leiðrétta mistökin og breyta um stefnu. Að hætta afskiptum af málefnum Hong Kong og innanlandsmálum í Kína til að koma í veg fyrir frekari skaða í samskiptum ríkjanna tveggja og sameiginlega sýn um samstarf á mikilvægum sviðum.
Um er að ræða lög sem endurskoðuð eru árlega en þau kveða á um stöðu mannréttinda og lýðræðis í Hong Kong, að kannað sé hvort ástæða sé til þess að endurskoða sérstöðu Hong Kong þegar kemur að viðskiptum við Bandaríkin. Að sjálfstjórnarákvæði Hong Kong séu virt þegar kemur að mannréttindum og lýðræðis. [Á ensku: The Human Rights and Democracy Act mandates an annual review, to check if Hong Kong has enough autonomy to justify its special status with the US].
Trump segist hafa skrifað undir lögin vegna virðingar við forseta Kína, Xi Jinping og íbúa Hong Kong. Hann skrifaði einnig undir lög sem leggja bann við sölu á táragasi, gúmmíkúlum og öðrum búnaði sem óeirðalögreglan í Hong Kong hefur beitt á mótmælendur.