Búið er að finna báða flugrita úkraínsku Boeing-737 farþegaþotunnar sem fórst í Íran í nótt skömmu eftir flugtak frá Tehran á leið til Kiev, höfuðborgar Úkraínu. 168 farþegar og níu manna áhöfn fórst í slysinu.
Flugmálayfirvöld í Íran greindu frá þessu.
Vélin brotlenti um 45 kílómetra norðvestur af Imam Khomeini-flugvellinum í Tehran en það virðist sem eldur hafi komið upp í vélinni skömmu áður en hún brotlenti.
Orsakir slyssins eru ókunnar en vélin var smíðuð fyrir fjórum árum og hafði nýlega farið í reglubundið tæknilegt eftirlit.