Úkraína segir of snemmt að draga ályktanir

Frá minningarathöfn um fórnarlömb slyssins í Toronto í Kanada, en …
Frá minningarathöfn um fórnarlömb slyssins í Toronto í Kanada, en 63 kanadískir ríkisborgarar fórust. AFP

Úkraínsk yfirvöld segja of snemmt að draga ályktanir um ástæður þess að flugvél Ukrainian International Airlines hrapaði til jarðar aðfaranótt miðvikudags með þeim afleiðingum að allir 176 um borð fórust.

„Við höfum svo margar mismunandi útgáfur af því sem gæti hafa komið fyrir vélina að við þurfum tíma til að fá á því fullan skilning,“ sagði Vadym Prystaiko, utanríkisráðherra Úkraínu, á blaðamannafundi vegna slyssins.

Utanríkisráðherra Úkraínu, Vadym Prystaiko.
Utanríkisráðherra Úkraínu, Vadym Prystaiko. AFP

Farþegaþota UIA hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak frá Tehran, höfuðborg Íran, en hún var á leið til Kænugarðs í Úkraínu. Bandaríkin, Kanada og Bretland halda því fram að gögn bendi til þess að Íranar hafi skotið á farþegaþotuna fyrir mistök.

Yfirvöld í Íran taka fyrir að nokkuð slíkt hafi gerst, en flugslysið varð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Íranar gerðu loftárásir á tvær herstöðvar Bandaríkjanna í Írak til að hefna fyrir víg á einum æðsta herforingja Írans, Qasem Soleimani.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka