Hlupu fram hjá þjóðvarðliðum og inn í Mexíkó

Mörg hundruð manns óðu yfir Suchiate-ána á landamærum Gvatemala og …
Mörg hundruð manns óðu yfir Suchiate-ána á landamærum Gvatemala og Mexíkó í dag og stefna til Bandaríkjanna. AFP

Til átaka kom á landa­mær­um Mexí­kó og Gvatemala í dag, er hundruð karla, kvenna og barna frá lönd­um Mið-Am­er­íku, aðallega Hond­úras, óðu yfir Suchia­te-ána á landa­mær­un­um í óþökk mexí­kóskra landa­mæra­varða. Flest­ir ætla sér alla leið til Banda­ríkj­anna.

Breska rík­is­úvarpið BBC fjall­ar um þetta og seg­ir í frétt þess að mexí­kósk­ir þjóðvarðliðar með óeirðaskildi hafi reynt að varna far­and­fólk­inu inn­göngu í Mexí­kó, en mörg hundruð hafi kom­ist alla leið.

Mexíkóskir þjóðvarðliðar eru sagðir hafa verið grýttir af farandfólkinu.
Mexí­kósk­ir þjóðvarðliðar eru sagðir hafa verið grýtt­ir af far­and­fólk­inu. AFP

Þjóðvarðliðið beitti tára­gasi, sam­kvæmt fregn­um af átök­um dags­ins, og þá munu þeir sem ætluðu sér yfir ánna einnig hafa grýtt lög­reglu. Far­ands­fólkið kem­ur sem áður seg­ir flest allt frá Hond­úras, en hef­ur und­an­farna daga hafst við í tjald­búðum á landa­mær­un­um og reynt að kom­ast að sam­komu­lagi við yf­ir­völd í Mexí­kó um að fá að kom­ast í gegn­um landið á leið sinni til Banda­ríkj­anna.

Segj­ast flýja of­beldi og fá­tækt í Hond­úras

Fram kem­ur í frétt BBC að marg­ir í hópn­um, sem tel­ur þúsund­ir karla, kvenna og barna, seg­ist vera að flýja of­beldi, fá­tækt og háa morðtíðni. „Við urðum ör­vænt­ing­ar­full út af hit­an­um. Þetta er okk­ur ofviða, sér­stak­lega börn­un­um,“ sagði El­vis Mart­inez, einn úr hópn­um, við AFP-frétta­stof­una.

AFP

Stjórn­völd í Mexí­kó hafa reynt að stemma stigu við frjálsri för fólks frá Gvatemala, í gegn­um Mexí­kó og til Banda­ríkj­anna allt frá því í júní, eft­ir að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hótaði því að hækka tolla á inn­flutn­ings­vör­ur frá Mexí­kó ef ekki yrði gripið til aðgerða. Stjórn­völd í Mexí­kó brugðust við með því að senda herlið bæði til suður- og norður­landa­mæra rík­is­ins.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka