Sakar Kínverja um að vilja hann úr embætti

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

For­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, seg­ir að Kína gerði hvað sem er til þess að koma í veg fyr­ir end­ur­kjör hans í embætti for­seta. Þetta kem­ur fram í einkaviðtali Reu­ters-frétta­stof­unn­ar við Trump.  

Frétt Reu­ters

Að sögn Trump hefðu kín­versk yf­ir­völd átt að greina frá kór­ónu­veirufar­aldr­in­um miklu fyrr en gert var og standi nú frammi fyr­ir ýms­um af­leiðing­um þessa af hálfu Banda­ríkj­anna. Í frétt BBC seg­ir að á sama tíma sé Trump gagn­rýnd­ur fyr­ir að hafa ekki brugðist nægj­an­lega við í byrj­un far­ald­urs­ins. 

Veir­an hef­ur haft nei­kvæð áhrif á banda­rískt efna­hags­líf sem þegar var farið að láta und­an síga áður en far­ald­ur­inn braust út. Eitt helsta kosn­inga­mál Trumps fyr­ir kosn­ing­arn­ar í nóv­em­ber er góð staða í efna­hags­lífi Banda­ríkj­anna.

Trump sem hef­ur háð viðskipta­stríð við Kína und­an­far­in ár veitti ekki nein­ar skýr­ing­ar á því hvernig hann muni jafn­vel bregðast við gagn­vart Kína í viðtal­inu. „Það er margt sem ég get gert. Við erum að skoða hvað gerðist.“ „Kína mun gera hvað sem er til þess að ég tapi kosn­inga­bar­átt­unni.“

Í viðtal­inu við Reu­ters seg­ist Trump telja að kín­versk yf­ir­völd vilji fá Joe Biden sem for­seta Banda­ríkj­anna en Trump seg­ist sjálf­ur vera van­trúaður á kann­an­ir sem bendi til þess að Biden geti farið með sig­ur af hólmi. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert