Lést í varðhaldi 40 árum eftir komuna

AFP

Car­los Er­nesto Escob­ar Mejia hafði búið í Banda­ríkj­un­um í fjóra ára­tugi. Í síðustu viku varð hann fyrsta mann­eskj­an til að deyja úr kór­ónu­veirunni í banda­rískri landa­mæra­stöð. Fjöl­skylda hans seg­ir að auðveld­lega hafi verið hægt að koma í veg fyr­ir and­látið en hundruð hafa sýkst í fanga­búðum banda­rískra yf­ir­valda.

Escob­ar Mejia var 57 ára þegar hann lést en hann kom til Banda­ríkj­anna sem ung­ling­ur eft­ir að hafa flúið heimalandið, El Sal­vador, eft­ir að bróðir hans var drep­inn í borg­ara­styrj­öld­inni sem geisaði þar frá 1979 til árs­ins 1992. 

Minningarathöfn var haldin um Escobar Mejia.
Minn­ing­ar­at­höfn var hald­in um Escob­ar Mejia. AFP

Mejia lést 6. maí í Otay Mesa-búðunum eft­ir að hafa, sam­kvæmt Guar­di­an, kvartað yfir van­heilsu í lang­an tíma. Hann var í sér­stök­um áhættu­hópi vegna COVID-19 þar sem hann var með syk­ur­sýki, of háan blóðþrýst­ing og búið að aflima hann í kjöl­far slyss og syk­ur­sýki. 

„Hann var veik­b­urða. Það hefði átt að láta hann laus­an,“ seg­ir syst­ir hans, Rosa Escob­ar, í viðtali við Guar­di­an. „Þeir synjuðu hon­um um að hitta lækni. Hann grátbað um lækn­isaðstoð. Hann var svo hrædd­ur.“

Frá búðum ICE í Los Angeles.
Frá búðum ICE í Los Ang­eles. AFP

Hundruð fanga sem eru í búðum inn­flytj­enda og tolla­mála, Immigrati­on and Cu­stoms En­forcement (ICE) í Banda­ríkj­un­um, eru smitaðir af kór­ónu­veirunni. Lög­menn sem starfa að mál­efn­um inn­flytj­enda segja að aðstæður í þess­um búðum séu öm­ur­leg­ar þar sem þær eru yf­ir­full­ar og hrein­læti mjög ábóta­vant. Jafn­framt hafa yf­ir­völd neitað að láta fólk laust úr haldi þrátt fyr­ir að það sé í áhættu­hópi vegna COVID-19.

Escob­ar Mejia var yngst­ur fimm systkina og yf­ir­gaf El Sal­vador árið 1980 ásamt systkin­um og móður eft­ir að einn bróðir hans var drep­inn í borg­ara­styrj­öld­inni. Hann bjó með móður sinni og Rosu í Los Ang­eles þangað til móðir hans lést árið 2014. Syst­ur hans fengu banda­rísk­an rík­is­borg­ara­rétt um síðir en Escob­ar Mejia fékk aldrei græna kortið. 

AFP

„Bróður hans var slátrað í miðju stríðinu og hann vissi aldrei hvernig ætti að aðlag­ast,“ seg­ir Joan Del Valle, sem starfar sem verj­andi inn­flytj­enda í Los Ang­eles en Escob­ar Mejia var skjól­stæðing­ur henn­ar árum sam­an. Escob­ar Mejia var að henn­ar sögn háður fíkni­efn­um og komst ít­rekað í kast við lög­in fyrstu árin eft­ir kom­una til Banda­ríkj­anna, þar á meðal vörslu fíkni­efna og akst­ur und­ir áhrif­um vímu­efna. 

Del Valle seg­ir að ekk­ert hafi verið litið til þess að hann hafi framið brot­in fyr­ir ára­tug­um síðan því saka­fer­ill­inn fylgdi hon­um inn í dómsali sem fara með mál­efni inn­flytj­enda og hon­um ít­rekað hótað brott­vís­un úr landi vegna þeirra.

Að sögn Del Valle var hann mjög ábyrg­ur þau átta ár sem hún fór með hans mál og mætti alltaf stund­vís­lega og skrópaði aldrei í rétt­ar­sal þegar tek­ist var á um rétt hans til veru í land­inu.  

AFP

Escob­ar Mejia starfaði að henn­ar sögn við ým­iss kon­ar verka­manna­störf í gegn­um tíðina, svo sem við þrif og í bygg­ing­ariðnaði. Eft­ir að ann­ar fót­ur­inn var tek­inn af hon­um var hann óvinnu­fær en að sögn syst­ur hans reyndi hann að hjálpa til heima en eitt af því sem hann var ófær um var að keyra bíl. Þegar vin­ur hans var að skutla hon­um snemma í janú­ar var bif­reiðin stöðvuð af lag­anna vörðum og hann færður í Otay Mesa-búðirn­ar skammt frá San Diego. 

Rosa syst­ir hans seg­ir að hann hafi ótt­ast mjög um fram­haldið og að vera vísað úr landi. Hann hafi ekki átt neina fjöl­skyldu í El Sal­vador og von­laust fyr­ir hann að sjá sér far­borða þar. 

AFP

Otay Mesa-búðirn­ar eru rekn­ar af einka­fyr­ir­tæk­inu Cor­eCivic sem sér­hæf­ir sig í rekstri fang­elsa. Þar hafi verið erfitt að fá lyf við syk­ur­sýk­inni seg­ir Del Valle auk þess sem mat­ur­inn hafi verið lé­leg­ur og alls ekki góður fyr­ir syk­ur­sjúka. Þar sem starfs­leyfi Del Valle sem lög­manns er í Los Ang­eles gat hún ekki starfað fyr­ir hann í San Diego.

Fljót­lega eft­ir að COVID-19 greind­ist í Banda­ríkj­un­um varð ástandið mjög erfitt í Otay Mesa en ít­rekað hef­ur verið kvartað und­an skorti á heil­brigðisþjón­ustu þar. 

Einn þeirra sem Guar­di­an ræddi við seg­ir að þrátt fyr­ir far­ald­ur­inn hafi ICE sí­fellt fjölgað föng­um í búðunum og von­laust hafi verið að halda fjar­lægð á milli manna. Eins hafi beiðni þeirra sem óttuðust að vera komn­ir með COVID-19 um lækn­isaðstoð verið hunsuð. 

Búðir ICE í El Paso.
Búðir ICE í El Paso. AFP

Á mánu­dag­inn voru 144 staðfest smit í Otay Mesa en alls eru þar 630 flótta­menn og hæl­is­leit­end­ur. Af þeim var búið að taka sýn­ir úr 181 dag­inn sem Escob­ar Mejia lést. 

Am­anda Gilchrist, talskona Cor­eCivic, seg­ir að fyr­ir­tækið beri ekki ábyrgð á lækn­isaðstoð í búðunum. Hún seg­ir að þeir sem hafi viljað hafi getað fengið grím­ur fyr­ir and­litið og eins hafi þeim sem eru smitaðir verið haldið í sér­hús­næði til að forðast smit. 

AFP

Sam­kvæmt frétt New York Times voru 629 fang­ar í Otay Mesa í byrj­un maí og hvergi ann­ars staðar í Banda­ríkj­un­um hafa jafn marg­ir sýkst af veirunni í búðum inn­flytj­enda. Hætt var að taka við fólki í búðirn­ar snemma í apríl.

Fyr­ir viku voru staðfest smit í búðum ICE orðin 788 tals­ins. 8. maí voru alls 29.675 í haldi í búðum ICE í Banda­ríkj­un­um. Af þeim höfðu aðeins 1.593 verið send­ir í sýna­töku. Tæp­lega 50% þeirra sem höfðu farið í sýna­töku voru smitaðir af COVID-19 og þykir það benda til þess að miklu fleiri séu smitaðir en töl­urn­ar segja til um.

Guar­di­an

Pro Pu­blica

New York Times

Bay State Banner

ABC

Mótmælendur við Otay Mesa-búðirnar þar sem Carlos Ernesto Escobar Mejia …
Mót­mæl­end­ur við Otay Mesa-búðirn­ar þar sem Car­los Er­nesto Escob­ar Mejia var minnst 9. maí. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert