Íhuga ferðabann gegn Kommúnistaflokknum

Forsetaskipunun er enn í smíðum og ekki liggur fyrir hvort …
Forsetaskipunun er enn í smíðum og ekki liggur fyrir hvort hún verði samþykkt af Donald Trump Bandaríkjaforseta. AFP

Bandarísk stjórnvöld eru sögð íhuga víðtækt ferðabann gegn öllum félögum kínverska Kommúnistaflokksins og fjölskyldum þeirra.

Samkvæmt New York Times, sem greinir frá málinu, mun bannið, verði það að veruleika, líklegast verða til þess að bandarískum ríkisborgurum yrði gert erfitt fyrir að komast til Kína og að fá að vera í landinu.

Spenna á milli Bandaríkjanna og Kína hefur farið stigmagnandi undanfarin misseri, ekki síst vegna nýrra öryggislaga í Hong Kong, Huawei og meðferðar kínverskra stjórnvalda á minnihlutahópum múslima.

Meint forsetaskipun, sem sögð er vera í undirbúningi, myndi einnig gera bandarískum stjórnvöldum heimilt að ógilda landvistarleyfi meðlima Kommúnistaflokksins og fjölskyldna þeirra sem þegar eru í Bandaríkjunum.

Forsetaskipunun er enn í smíðum og ekki liggur fyrir hvort hún verði samþykkt af Donald Trump Bandaríkjaforseta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka