Lýðræðissinni handtekinn fyrir „uppreisnaráróður“

Ljósmynd tekin af Tam Tak-chi í október 2017.
Ljósmynd tekin af Tam Tak-chi í október 2017. AFP

Stjórn­ar­and­stæðing­ur í Hong Kong var í morg­un hand­tek­inn af hópi lög­reglu fyr­ir að „muldra upp­reisn­ar­áróður“ skömmu fyr­ir mót­mæli gegn nýj­um ör­ygg­is­lög­um á sjálf­stjórn­ar­svæðinu. 

Tam Tak-chi er vara­for­seti flokks fram­sæk­inna lýðræðissinna í Hong Kong. Hand­taka Tak-chi kem­ur í kjöl­far hand­taka á fjöl­mörg­um áber­andi lýðræðis­sinn­um, meðal ann­ars þing­mönn­um. 

Til stóð að óleyfi­leg mót­mæli færu fram í dag gegn frest­un kosn­inga í Hong Kong og nýj­um ör­ygg­is­lög­um sem tóku gildi fyrr í sum­ar. Tak-chi var hand­tek­inn á heim­ili sínu af þjóðarör­ygg­is­sveit­um lög­regl­unn­ar, en að sögn lög­reglu var hann ekki hand­tek­inn á grund­velli nýju ör­ygg­is­lag­anna.

Lög­regla seg­ir að Tam hafi verið hand­tek­inn fyr­ir orðnotk­un við ræðuhöld í sum­ar sem „hafði í för með sér hat­ur og fyr­ir­litn­ingu gagn­vart stjórn­völd­um og skapaði ólgu og óánægju meðal íbúa í Hong Kong“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka