Grænlendingar þurftu ekki leyfi Dana í fyrsta sinn

Rétt ríflega 56 þúsund manns búa á Grænlandi.
Rétt ríflega 56 þúsund manns búa á Grænlandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Grænlensk yfirvöld hafa nú undirritað þjónustusamning við Bandaríkin um viðveru bandaríska hersins á svokallaðri Thule-herstöð í bænum Pituffik í norðurhluta Grænlands. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, vakti athygli á því að þetta sé í fyrsta sinn sem Grænlendingar undirriti slíkan samning án þess að Danir geri það sömuleiðis. 

Kim Kielsen ásamt fleiri norrænum leiðtogum í Hörpu á síðasta …
Kim Kielsen ásamt fleiri norrænum leiðtogum í Hörpu á síðasta ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, tók þó þátt í umræðum milli Grænlendinga, Bandaríkjamanna og Dana í aðdraganda samninganna en kom hvergi nálægt undirritun þeirra. 

„Þetta er mikil ábyrgð sem Danir hafa falið okkur,“ er haft eftir Kim Kielsen í frétt KNR um málið.

Grænland fékk heimastjórn árið 1979 en landið lýtur enn þá dönsku konungsvaldi. Þrátt fyrir aukið sjálfræði Grænlendinga fara Danir enn þá með utanríkis og varnarmál fyrir Grænlendinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert