Framkvæmdastjóri WHO bendlaður við átök í Eþíópíu

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). AFP

Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO), hef­ur verið sakaður um að liðsinna eþíópíska þjóðar­brot­inu sem kenn­ir sig við Tigraya-hérað í norður­hluta lands­ins. Tigray­ar hafa mátt þola árás­ir þarlendra stjórn­valda und­an­farna daga.

Tigray­ar eru sagðir reyna að grafa und­an eþíópísk­um stjórn­völd­um og því hef­ur for­sæt­is­ráðherra lands­ins, Abiy Ah­med, sagst vilja steypa flokki þeirra (TPLF) af valda­stóli í héraðinu. Ghebr­eyes­us er af þjóðar­broti Tigraya og er lík­lega lang­sam­lega þekkt­asti Tigray­inn, enda hef­ur hann verið í frétt­um und­an­farið ár vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Sahle-Work Zewde, forseti Eþíópíu (til vinstri), og Abiy Ahmed, forsætisráðherra …
Sa­hle-Work Zewde, for­seti Eþíóp­íu (til vinstri), og Abiy Ah­med, for­sæt­is­ráðherra Eþíóp­íu. Hér standa þau á torgi í höfuðborg­inni Add­is Ababa og heiðra her­menn sem standa í átök­um við Tigraya í norður­hluta lands­ins. AFP

Það var svo Ber­h­anu Jula, yf­ir­maður í eþíópíska hern­um, sem sagði á blaðamanna­fundi í morg­un að Ghebr­eyes­us gangi er­inda Tigraya í átök­un­um við eþíópísk stjórn­völd. Ghebr­eyes­us gegndi embætti heil­brigðisráðherra á árum áður, þá sem fé­lagi í TPLF, og því sagði Jula að hann „hafi unnið að því í ná­granna­ríkj­um að for­dæma stríðið. Hann haf­ur einnig unnið að því að safna vopn­um fyr­ir Tigray­ana.“

Ghebr­eyes­us hef­ur ekki enn tjáð sig um ásak­an­irn­ar.

Deild­ar mein­ing­ar um áhrif á óbreytta borg­ara

Ah­med for­sæt­is­ráðherra full­yrðir að átök­in í Tigraya bein­ist ekki að óbreytt­um borg­ur­um á svæðinu held­ur gegn „of­stopa­full­um“ fé­lög­um í TPLF. Marg­ir hafa þó lýst yfir áhyggj­um sín­um af því að Tigray­um í Eþíóp­íu verði sagt upp störf­um á vinnu­stöðum sín­um eða jafn­vel hand­tekn­ir fyr­ir það eitt að vera Tigray­ar.

Áður hef­ur verið greint frá því að mann­rétt­inda­full­trúi Sam­einuðu þjóðanna hafi óskað eft­ir því að rann­sókn fari fram á því hvort eþíópísk stjórn­völd hafi myrt mörg hundruð óbreyttra borg­ara í Tigraya-héraði. Reyn­ist það rétt er sagt að um stríðsglæpi sé að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert