30 milljarðar til aðstoðar flóttamönnum

Eþíópískir flóttamenn í flóttamannabúðum í austurhluta Súdans í gær.
Eþíópískir flóttamenn í flóttamannabúðum í austurhluta Súdans í gær. AFP

Þörf er á um 200 millj­ón­um doll­ara, eða tæp­um 30 millj­örðum króna, til að út­vega þúsund­um flótta­manna aðstoð sem hafa streymt til Súd­ans frá Eþíóp­íu þar sem átök hafa verið upp á síðkastið. Þetta segja starfs­menn Sam­einuðu þjóðanna.

Nú þegar hafa yfir 30 þúsund manns farið yfir landa­mær­in. Sam­einuðu þjóðirn­ar bú­ast við því að allt að 200 þúsund manns muni flýja átök­in í Eþíóp­íu á næstu sex mánuðum.

Abiy Ah­med, for­sæt­is­ráðherra Eþíóp­íu, fyr­ir­skipaði árás­ir á Tigray-héraðið í norður­hluta lands­ins 4. nóv­em­ber með það að mark­miði að steypa valda­mesta flokki héraðsins, TPLF, af stóli. Hann sak­ar flokk­inn um að reyna að grafa und­an rík­is­stjórn hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert