Forsprakkar mótmælanna játa sig seka

Agnes Chow, Ivan Lam og Joshua Wong komu fyrir dóm …
Agnes Chow, Ivan Lam og Joshua Wong komu fyrir dóm í dag. AFP

Þrír ung­ir leiðtog­ar mót­mæla­öld­unn­ar í Hong Kong, þar sem kín­versk­um yf­ir­ráðum hef­ur verið mót­mælt og auk­ins lýðræðis kraf­ist, hafa játað sig seka um að hafa skipu­lagt og tekið þátt í ólög­mætri sam­komu í mót­mæl­un­um í sjálfs­stjórn­ar­borg­inni á síðasta ári.

Jos­hua Wong, Agnes Chow og Ivan Lam eiga öll yfir höfði sér fang­elsis­vist verði þau fund­in sek, en sam­kvæmt frétta­flutn­ingi BBC munu þau þó sleppa við lífstíðardóm þar sem meint brot þeirra voru fram­in áður en stjórn­völd í Kína inn­leiddu ný ör­ygg­is­lög í júní.

Öll hafa þau tekið þátt í sjálf­stæðis­bar­áttu Hong Kong síðan þau voru ung­ling­ar, en þar hef­ur Wong verið hvað mest áber­andi. Hann var dæmd­ur til nokk­urra ára langr­ar fang­elsis­vist­ar í kjöl­far Regn­hlíf­a­bylt­ing­ar­inn­ar svo­kölluðu og sat raun­ar enn inni þegar stærsta mót­mæla­ald­an til þessa hófst síðastliðið haust.

Hann var þó lát­inn laus á meðan á mót­mæl­un­um stóð og lét hann þá rak­leiðis til sín taka og á yfir höfði sér nokkr­ar ákær­ur.

Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir Wong að í kjöl­far sam­tals við lög­fræðinga þeirra hafi þre­menn­ing­arn­ir ákveðið að breyta málsvörn sinni og játa sig sek. „Við mun­um halda áfram bar­áttu okk­ar fyr­ir frelsi, og núna er ekki tím­inn til þess að krjúpa fyr­ir Pek­ing og gef­ast upp.“

Dóm­ur yfir þre­menn­ing­un­um verður kveðinn upp 2. des­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka