Lýðræðissinna neitað um lausn í Hong Kong

Jimmy Lai var skipað að snúa aftur í fangaklefa á …
Jimmy Lai var skipað að snúa aftur í fangaklefa á grundvelli nýrra öryggislaga í Hong Kong. AFP

Auðmann­in­um Jimmy Lai hef­ur aft­ur verið vísað í gæslu­v­arðhald eft­ir að dóm­stóll í Hong Kong féllst á kröfu ákæru­valds­ins um að veita hon­um ekki lausn gegn trygg­ingu. Lai hef­ur verið öt­ull stuðnings­maður lýðræðis­um­bóta í Hong Kong og er einn þeirra fjöl­margra sem hand­tekn­ir hafa verið frá því í júní á grund­velli nýrra ör­ygg­is­laga.

Lög­in sem samþykkt voru fyr­ir til­stilli kín­verskra yf­ir­valda hafa þótt mjög um­deild í Hong Kong og fela meðal ann­ars skert mál­frelsi og framsal til Kína. Alræðis­stjórn­in í Kína hef­ur ávallt heitið því að varðveita sjálfs­stjórn Hong Kong en eru sí­fellt að herða tök­in.

Lai er sakaður um að eiga í sam­starfi við er­lend ríki og aðild að sam­særi gegn ör­yggi Hong Kong og Kína með því að biðja er­lend ríki um að beita viðskiptaþving­un­um til að styðja bar­áttu lýðræðissinna í Hong Kong.

Hinn 73 ára auðkýf­ing­ur hafði setið 20 daga í gæslu­v­arðhaldi en var heim­ild til að dvelja á heim­ili sínu gegn trygg­ingu sem nam 10 millj­ón­ir Hong Kong dala, jafn­v­irði 165 millj­óna ís­lenskra króna, auk þess að hann myndi af­henda yf­ir­völd­um vega­bréf sitt. Var hon­um þó meinað að tjá sig op­in­ber­lega, meðal ann­ars á Twitter.

Æðri dóm­stóll komst hins veg­ar að þeirri niður­stöðu að dóm­ari hafði ekki beitt ákvæðum nýju lag­ana rétt og að Lai bæri að snúa aft­ur í fanga­klefa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka