Boðar nýtt innflytjendafrumvarp

Nýr forseti flytur inn í Hvíta húsið á miðvikudag.
Nýr forseti flytur inn í Hvíta húsið á miðvikudag. AFP

Ákvörðun verðandi for­seta Banda­ríkj­anna, Joe Biden, um að biðja þingið um að veita millj­ón­um inn­flytj­enda rétt­ar­stöðu hef­ur komið mörg­um lög­lærðum á óvart ekki síst hversu mál­efnið hef­ur klofið demó­krata og re­públi­kana, jafn­vel flokks­systkini. Biden mun und­ir­rit­an til­skip­un­ina á miðviku­dag, á inn­setn­ing­ar­dag­inn sjálf­an.

AP-frétta­stof­an grein­ir frá þessu og hef­ur eft­ir heim­ild­um. Um er að ræða um það bil 11 millj­ón­ir inn­flytj­enda sem komu með ólög­leg­um hætti til Banda­ríkj­anna. Þar með snýr hann al­gjör­lega við stefnu Don­alds Trumps for­vera síns í starfi sem hafði það sem eitt af helstu stefnu­mál­um sín­um að stöðva komu óskráðra inn­flytj­enda til lands­ins. Þetta er einkum fólk frá Mið-Am­er­íku sem kem­ur yfir landa­mæri Mexí­kó. 

AFP

Barack Obama hét því á fyrsta ári sínu í Hvíta hús­inu en gerði ekk­ert í mál­inu fyrr en á seinna kjör­tíma­bil­inu.

Að sögn Marielena Hincapie, fram­kvæmda­stjóra Nati­onal Immigrati­on Law Center, er þetta sögu­leg breyt­ing frá stefnu Trumps gagn­vart inn­flytj­end­um og þýðir að all­ir þeir sem eru óskráðir í land­inu geti nú sótt um rík­is­borg­ara­rétt. Ef þetta nær fram að ganga verða þetta senni­lega stærstu breyt­ing­arn­ar í því að veita fólki rík­is­borg­ara­rétt frá því Ronald Reag­an þáver­andi for­seti Banda­ríkj­anna veitti tæp­lega þrem­ur millj­ón­um manna grið árið 1986. 

Ron Klain, sem verður starfs­manna­stjóri Bidens, sagði í gær að Biden myndi senda inn­flytj­enda­frum­varpið til þings­ins á sín­um fyrsta degi í starfi. 

Lög­fræðing­ar sem starfa í þess­um mála­flokki hafa verið upp­lýst­ir um helstu atriði frum­varps­ins og segja þeir sem AP frétta­stof­an ræddi við að það komi þeim á óvart hversu fljótt Biden ætli að bregðast við. Því þeir hafi fengið sama lof­orð frá Obama á sín­um tíma þegar hann var kjör­inn árið 2008 en það hafi ekki staðist. 

Ómögu­legt er að vita ná­kvæm­lega hversu marg­ir séu með ólög­leg­um hætti í Banda­ríkj­un­um Pew Rese­arch miðstöðin áætlaði árið 2017 að þeir væru 10,5 millj­ón­ir. Inn­an­rík­is­ráðuneytið taldi árið 2015 að þeir væru um 12 millj­ón­ir og af þeim væru meira en helm­ing­ur frá Mexí­kó. Um 80% alls hóps­ins hafði þá verið í Banda­ríkj­un­um í tíu ár eða leng­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert