Morðinginn Peter Madsen hefur verið dæmdur í 21 mánaðar fangelsi fyrir flóttatilraun í október í fyrra. Hann var einnig dæmdur til að greiða hátt í 400 þúsund krónur í bætur til sálfræðings sem hann hótaði lífláti.
Í dómsal greindi Madsen frá því að strax í mars árið 2019 hafi hann ætlað að flýja úr fangelsinu vegna slæmra aðstæðna þar, að sögn Ekstra Bladet.
Þann 20. október tókst honum að sleppa úr Hersstedvester-fangelsinu þar sem hann afplánaði lífstíðardóm fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall.
Með gervibyssu og sprengibelti með gervisprengjum hótaði hann fyrst sálfræðingi sem starfaði í fangelsinu og síðan fangaverði, sem þorðu ekki annað en að sleppa honum lausum.
Madsen var handsamaður skömmu síðar.