38 drepnir í blóðugum mótmælum í Mjanmar

Mótmælandi sem meiddist í átökunum er hér borinn af félögum …
Mótmælandi sem meiddist í átökunum er hér borinn af félögum sínum. AFP

38 mótmælendur voru drepnir í blóðugum mótmælum í Mjanmar í dag, að sögn aðgerðasinna á svæðinu. Mótmælendur voru samankomnir í höfuðborg landsins, Yangon, til þess að mótmæla valdaráni herforingjastjórnarinnar sem var framið þann fyrsta febrúar síðastliðinn. 

Öryggissveitir hleyptu af skotum á svæðinu en mótmælendur voru vopnaðir prikum og hnífum. Herinn lýsti yfir herlögum í borginni eftir að ráðist var á kínversk fyrirtæki á svæðinu. Mótmælendur telja að Kína styðji herinn. 

Mótmælandi í varnarklæðnaði á minningarathöfn um þá sem hafa týnt …
Mótmælandi í varnarklæðnaði á minningarathöfn um þá sem hafa týnt lífi í átökunum. AFP

Ríkisborgarar Mjanmar hafa stöðugt mótmælt valdaráninu alveg síðan það var framið. Aung San Suu Kyi, borgaralegur leiðtogi landsins og formaður Þjóðfylkingarinnar, er í haldi herforingjastjórnarinnar. Flokkur hennar vann stórsigur í kosningum í landinu í fyrra. Herinn heldur því fram að kosningasvindl hafi verið framið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert