Jimmy Lai í 12 mánaða fangelsi

Lai var meðal þeirra níu sem taldir eru hafa verið …
Lai var meðal þeirra níu sem taldir eru hafa verið aðalforsprakkar mótmælanna. AFP

Fjöl­miðlamó­gúll­inn Jimmy Lai var meðal þeirra sem dæmd­ir voru til fang­elsis­vist­ar í dag, föstu­dag, fyr­ir að hvetja til og koma að skipu­lagn­ingu mót­mæla í Hong Kong. Mun Lai þurfa að sæta 12 mánaða fang­elsis­vist vegna aðkomu hans að mót­mæl­un­um, sem voru ein þau stærstu í sögu borg­ar­inn­ar.

Skipu­legg­end­ur segja um 1,7 millj­ón­ir hafa tekið þátt í mót­mæl­un­um, sem tel­ur um fjórðung allra borg­ar­búa. Mót­mæl­in stóðu yfir mest­an hluta árs 2019 og var mark­mið þeirra aukið lýðræði sjálfs­stjórn­ar­borg­ar­inn­ar.

Kín­versk stjórn­völd hafa hert tök sín á þingi Hong Kong veru­lega síðan mót­mæla­öld­unni lauk og tak­markað veru­lega rétt­inn til mót­mæla.

Lai var meðal þeirra níu sem tald­ir eru hafa verið aðal­forsprakk­ar mót­mæl­anna, en marg­ir þeirra hafa staðið í lýðræðis­bar­áttu Hong Kong árum sam­an og verið tals­menn friðsælla aðgerða sem hafa lít­inn ár­ang­ur borið.

Meðal annarra sem dæmd­ir voru til fang­elsis­vist­ar eru Mart­in Lee, sem er gjarn­an kallaður faðir lýðræðis Hong Kong, en hann var einn þeirra sem stór­n­völd í Pek­ing völdu til þess að skrifa stjórn­ar­skrá sjálfs­stjórn­ar­héraðsins á sín­um tíma. Lee hlaut skil­orðsbund­inn dóm fyr­ir dóm­stól­um í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka