Útgáfu Apple Daily hætt

Miðlinum verður lokað í síðasta lagi á laugardag.
Miðlinum verður lokað í síðasta lagi á laugardag. AFP

Útgáfu dag­blaðsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laug­ar­dag. Ákvörðunin kem­ur í kjöl­far þess að kín­versk stjórn­völd frystu eig­ur fé­lags­ins Next Digital Lim­ited, sem gef­ur blaðið út, með heim­ild nýrra ör­ygg­is­laga sem sett voru á síðasta ári.

Örygg­is­lög­in banna all­an áróður um aðskilnað Hong Kong frá Kína, sem og áróður gegn Kína­stjórn. Blaðið hef­ur hins veg­ar stutt við lýðræðis­hreyf­ingu lands­ins.

Stjórn­völd hafa einnig fang­elsað starfs­menn blaðsins en Jimmy Lai, eig­andi blaðsins, var einn hinna fyrstu sem ákærðir voru á grund­velli ör­ygg­is­lag­anna. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfang­elsi verði hann dæmd­ur.

Jimmy Lai gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.
Jimmy Lai gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfang­elsi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka