Síðasta útgáfa Apple Daily

Síðasta útgáfa Apple Daily kom út í dag.
Síðasta útgáfa Apple Daily kom út í dag. AFP

Síðasta útgáfa dagblaðsins Apple Daily kom út í morgun í Hong Kong. Stjórn blaðsins hafði áður tilkynnt að útgáfu yrði hætt ekki seinna en á laugardag en ritstjórnin tók ákvörðun um að hætta hið snarasta vegna áhyggja um öryggi starfsmanna.

Blaðið hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Yfirvöld hafa beint spjótum sínum að útgáfunni í nokkurn tíma en þjóðaröryggislögreglan réðst inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku og gerði þar húsleit. Á sama tíma voru allir bankareikningar og eignir blaðsins fryst.

Milljón eintök voru prentuð af síðustu útgáfu blaðsins.
Milljón eintök voru prentuð af síðustu útgáfu blaðsins. AFP

Um ein milljón eintaka var prentuð af síðustu útgáfu blaðsins en að vana selur blaðið um 80 þúsund eintök. Langar raðir mynduðust í morgun meðal Hong Kong búa sem vildu næla sér í eintak. 

 

Frétt á vef The Guardian 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka