Andspyrnuhreyfingar náðu Mekelle aftur á sitt vald

Börn á flótta undan átökunum í Tigray-héraði þiggja matargjöf.
Börn á flótta undan átökunum í Tigray-héraði þiggja matargjöf. AFP

And­spyrnu­hreyf­ing í Tigray-héraði í norður­hluta Eþíóp­íu hef­ur náð aft­ur völd­um á höfuðstað héraðsins, Mekelle, og hef­ur fólk ruðst á göt­ur út til að fagna og hafa emb­ætt­is­menn eþíópíska rík­is­ins þurft að flýja.

BBC grein­ir frá.

Eþíópísk stjórn­völd tóku yfir Mekelle í nóv­em­ber á síðasta ári í kjöl­far þess að and­spyrnu­hreyf­ing­in mót­mælti póli­tísk­um um­bót­um á svæðinu og náði yf­ir­ráðum yfir her­stöðvum eþíópíska hers­ins. Eþíópísk stjórn­völd hafa nú lýst yfir vopna­hléi vegna mannúðarsjón­ar­miða.

Blóðug átök

Átök milli and­spyrnu­hreyf­ing­ar Tigray-héraðs og eþíópíska hers­ins á und­an­förn­um mánuðum hafa orðið þúsund­um að bana og hrundið af stað hung­urs­neyð sem tal­in er ná til um 350 þúsund íbúa héraðsins. Rúm­lega tvær millj­ón­ir hafa orðið að flýja heim­ili sín, í þessu öðru fjöl­menn­asta ríki Afr­íku.

Áður höfðu borist frétt­ir af því að átök hefðu tekið sig upp að nýju rétt utan við Mekelle, milli and­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar og eþíópíska hers­ins. Snörp fram­ganga and­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar í gær leiddi þó til þess að yf­ir­ráð yfir Mekelle náðust að nýju og er það talið marka vatna­skil í átök­un­um.

Í yf­ir­lýs­ingu þess er kallað var „stjórn­völd hins sjálf­stæða Tigray-rík­is“, sem birt­ist í gær, er sigri and­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar fagnað og er fólk hvatt til að vera áfram á varðbergi allt þar til allt Tigray er laust við af­skipti eþíópíska rík­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert