Stærstu dagblöð Norðurlanda fordæma yfirvöld í Kína

Fjölmiðlafrelsi hefur farið hrakandi í Kína.
Fjölmiðlafrelsi hefur farið hrakandi í Kína. AFP

Fjög­ur stærstu dag­blöð Norður­landa minnt­ust ald­araf­mæl­is kín­verska komm­ún­ista­flokks­ins með sam­eig­in­legu bréfi rit­stjórn­anna þar sem for­dæmd­ar eru árás­ir yf­ir­valda á fjöl­miðlafrelsi í Hong Kong.

„Heim­ur­inn get­ur ekki leng­ur staðið aðgerðarlaus á meðan Kína sog­ar smám sam­an loftið úr fjöl­miðlafrelsi Hong Kong,“ seg­ir í sam­eig­in­legu bréfi Af­ten­posten í Nor­egi, Dagens Nyheter í Svíþjóð, Politiken í Dan­mörku og Hels­ing­in Sanom­at í Finn­landi. 

Í bréf­inu seg­ir einnig að dag­blöðin ætli að skrifa meira um ástand mála í Hong Kong á næst­unni. 

Í júní var fjöl­miðlin­um Apple Daily lokað en blaðið hef­ur verið einn af horn­stein­um lýðræðis­bar­áttu­manna í Hong Kong und­an­far­in ár. Stjórn­end­ur blaðsins voru marg­ir hand­tekn­ir með heim­ild nýrra ör­ygg­is­laga sem sett voru í Kína á síðasta ári. 

Meðal ann­ars má sjá bréfið á vef Politiken 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka