Vara fólk við að syrgja árásarmanninn

Frá Hong Kong.
Frá Hong Kong. AFP

Yf­ir­völd í Hong Kong vöruðu í dag íbúa borg­ar­inn­ar við því að syrgja mann sem framdi sjálfs­víg eft­ir að hann stakk lög­reglu­mann. Yf­ir­völd vilja meina að það að hvetja til minn­ing­ar­at­hafna um mann­inn væri það sama og að „styðja hryðju­verk“.

Lög­regl­an í Hong Kong lýsti mann­in­um sem öfga­manni. 

Nokkr­ir reyndu að minn­ast hins látna á föstu­dag með því að leggja blóm á svæðið þar sem hann lést og standa þar sam­an í þögn. Í kjöl­far þess sendi lög­regl­an frá sér yf­ir­lýs­ingu. 

„Það að hvetja al­menn­ing til þess að syrgja mann­inn er ekk­ert öðru­vísi en að styðja hryðju­verk,“ sagði lög­regl­an í yf­ir­lýs­ingu. 

Rann­saka hvort maður­inn hafi verið hvatt­ur áfram

Kín­versk yf­ir­völd og þau í Hong Kong hafa tekið fast á mót­mæl­um í sjálfs­stjórn­ar­héraðinu með nýj­um þjóðarör­ygg­is­lög­um. Dóm­ur fyr­ir að fremja hryðju­verk þeim get­ur eft­ir þeim orðið lífstíðarfang­elsi. Þá get­ur það að stuðla að eða hvetja til hryðju­verka leitt til allt að tíu ára fang­elsis­vist­ar.

Í yf­ir­lýs­ing­unni, sem send var út í dag, sagðist lög­regla vera að rann­saka hvort maður­inn hafi verið hvatt­ur til að fremja árás­ina. 

Kína seg­ir að það hversu hart er tekið á mót­mæl­um í land­inu, og nýju þjóðarör­ygg­is­lög­in, sé nauðsyn­legt til þess að koma aft­ur á stöðug­leika í Hong Kong.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka