Frekari yfirlýsinga um Kúbu að vænta

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Árni Sæberg

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra, seg­ist vænta frek­ari yf­ir­lýs­inga frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­um banda­lagsþjóða Íslands um ástandið á Kúbu á næstu dög­um. Hann seg­ist hafa fylgst grannt með stöðu mála. 

Fólk sem vill ráða sinni framtíð sjálft

„Þarna er fólk bara búið að fá nóg af ógn­ar­stjórn sósí­al­ista í ára­tugi og vill fá þann sjálf­sagða rétt að ráða sinni framtíð sjálft. Við mun­um ekki liggja á skoðunum okk­ar hvað þetta varðar frek­ar en í öðrum slík­um mál­um,“ seg­ir Guðlaug­ur í sam­tali við mbl.is.

Guðlaug­ur er ný­kom­inn til lands­ins frá Brus­sel þar sem hann fundaði með fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins um sjáv­ar­út­vegs­mál. 

Kúbverj­ar á Íslandi, og stuðnings­menn þeirra, hyggj­ast mót­mæla ástand­inu á Kúbu fyr­ir fram­an Alþingi klukk­an sex á morg­un.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka