Vilja gera götuáreitni refsiverða

AFP

Stjórnvöld í Bretlandi gáfu út tillögur í dag þar sem lagt er til að götuáreitni verði gerð refsiverð, samkvæmt nýrri stefnu þeirra til að takast á við ofbeldi gegn ungum konum og stelpum.

Stjórnvöld í Bretlandi hafa sætt hraðri gagnrýni þar sem sakfellingum vegna ákæra um kynferðisáreitni hefur fækkað gríðarlega, þrátt fyrir að sífellt fleiri konur stígi fram til að tilkynna áreitni.

Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér stofnun nýs ríkislögreglustjóra til að takast á við ofbeldi karla gegn konum, svo og skipun tveggja embættismanna sem sjá um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og stúlkum í almenningssamgöngum.

Morðið á Everard kallaði fram umræðu um öryggi kvenna

Ríkisstjórnin í Bretlandi hafði heitið því að bæta löggjöfina eftir morðið á Söru Everard, sem var rænt er hún gekk heim til sín í London og hún myrt.

Morðið á Everard, sem átti sér stað í marsmánuði á þessu ári og var framið af starfandi lögreglumanni, kallaði fram mikla reiði og umræður um öryggi kvenna. 

Ráðuneytið sagðist ætla að vinna með lögreglu innan gildandi laga til að „bregðast betur við áreitni á götum úti“ og styðja konur sem tilkynna um áreitni á almannafæri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert