Segja brotalamir í eftirliti með efni á Onlyfans

BBC ræddi við starfsmann OnlyFans sem sagði eftirlitið sniðið eftir …
BBC ræddi við starfsmann OnlyFans sem sagði eftirlitið sniðið eftir vinsældum efnisins. Því fengu einhverjir framleiðendur meira svigrúm en aðrir. AFP

Gögn sem BBC hefur undir höndum benda til þess að vefsíðan veiti þeim sem birti ólöglegt efni meira svigrúm en talsmenn miðilsins hafa haldið fram. 

Í leiðbeiningum fyrir starfsmenn síðunnar eru þeir hvattir til að senda viðvaranir í stað þess að afvirkja aðganga efnisframleiðenda ef þeir gerast sekir um að hlaða upp efni sem stangist á við skilmála síðunnar. Þá eru starfsmenn hvattir til að fara varlegar í viðurlög gegn vinsælum framleiðendum sem og á efni sem er tekið upp á almannafæri.

BBC hafði áður fjallað um að miðillinn hefði verið í vandræðum með að banna börnum yngri en 18 ára að selja myndir og myndbönd af sér á síðunni.

Starfsmaður síðunnar segist hafa yfirfarið fleiri en 2.000 myndir og myndbönd á dag þar sem hann sjái ótrúlegustu hluti í bland við nekt og kynlíf. Þar á meðal eiturlyf, vopn og stundum dýr.

Auglýsa kynlíf til sölu

Miðillinn bannar framleiðendum að auglýsa sölu kynlífs á síðunni en blaðamenn BBC gátu hæglega fundið slíkt til sölu undir einföldum dulnefnum. Sumir framleiðendanna setja upp nokkurs konar lottó þar sem kaupendur myndefnisins eru hvattir til þess að leggja senda framleiðandanum pening í von um stefnumót í raunheimum. 

Onlyfans greindi frá því í gær að bann yrði lagt við sölu kláms á síðum þeirra en þó yrði ennþá heimilt að selja myndefni með nekt. Því munu skilmálar síðunnar breytast og álag á starfsmenn síðunnar aukast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert