Hraun heldur áfram að streyma upp úr sprungunni sem opnaðist á eyjunni La Palma í gær.
Byggðin sem fyrir hrauninu verður má sín lítils gegn kraftinum í gosinu, sem knýr strauminn hægt en örugglega áfram yfir malbikaða vegi, inn í garða, í gegnum hús og ofan í sundlaugar,
Eldfjallafræðihópur Kanaríeyja, GEVolcan, hefur birt myndskeið sem tekin voru úr lofti í dag. Eyðileggingarmáttur hraunsins sést þar glöggt:
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, kom til eyjarinnar fyrr í dag, en þar búa um níutíu þúsund manns.
Nýtt gosop myndaðist á yfirborðinu fyrr í kvöld og þurfti að rýma byggð þar í kring strax í kjölfarið.