Náðu myndbandi af upphafi gossins

Fréttamaður RTVC bendir í átt að gosinu um leið og …
Fréttamaður RTVC bendir í átt að gosinu um leið og það hefst. Skjáskot/Twitter

Sjónvarpsfréttamenn RTVC á eyjunni La Palma náðu því óvart á myndband í gær þegar eldgos hófst með miklum látum á Kanaríeyjum. Á fréttamyndum má sjá hvernig þykkur gosmökkur teygir sig til himins öllum að óvörum. 

„Þarna, þarna!“ má heyra eina fréttakonuna segja. 

„Í beinni, í beinni!“ hrópa aðrir, miðað við lauslega þýðingu blaðamanns.

Fjöldi heimila orðið gosinu að bráð

Það sem þessir fréttamenn gátu ekki séð strax var að úr yrði mikið hraungos sem teygði anga sína inn í byggð á eyjunni. Nýjustu tölur gera ráð fyrir að minnst 100 hús hafi farið undir hraun. 

Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, er á leið til La Palma. 

Þórarinn Einarsson, íbúi á La Palma, sagði við mbl.is í gær að fólk væri ekki mjög skelkað, en þó verður að taka fram að rætt var við hann einungis um klukkustund eftir að gosið hófst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert