Sjónvarpsfréttamenn RTVC á eyjunni La Palma náðu því óvart á myndband í gær þegar eldgos hófst með miklum látum á Kanaríeyjum. Á fréttamyndum má sjá hvernig þykkur gosmökkur teygir sig til himins öllum að óvörum.
„Þarna, þarna!“ má heyra eina fréttakonuna segja.
„Í beinni, í beinni!“ hrópa aðrir, miðað við lauslega þýðingu blaðamanns.
Con las cámaras de #TelevisiónCanaria en directo y en pleno informativo tenía lugar una erupción poco a poco anunciada por la naturaleza
— RTVC (@RTVCes) September 20, 2021
Era la primera vez en la historia de España que un medio informativo televisivo emitía en vivo un fenómeno de estas características pic.twitter.com/5vaLV0XkEG
Það sem þessir fréttamenn gátu ekki séð strax var að úr yrði mikið hraungos sem teygði anga sína inn í byggð á eyjunni. Nýjustu tölur gera ráð fyrir að minnst 100 hús hafi farið undir hraun.
Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, er á leið til La Palma.
Þórarinn Einarsson, íbúi á La Palma, sagði við mbl.is í gær að fólk væri ekki mjög skelkað, en þó verður að taka fram að rætt var við hann einungis um klukkustund eftir að gosið hófst.