Á flótta undan eldgosinu

Langar bílaraðir hafa myndast á Kanaríeyjum með fólki sem er á flótta undan eldgosinu í fjallinu La Cumbre Vieja á eyjunni La Palma.

Þetta má sjá í meðfylgjandi myndskeiði AFP-fréttastofunnar.

Eldgosið hefur eyðilagt hundruð heimila og yfir 6.000 manns hefur verið gert að yfirgefa La Palma, að sögn BBC.

Einn bær til viðbótar, El Paso, hefur verið rýmdur eftir að hraun byrjaði að renna úr nýrri sprungu eldfjallsins og stefnir hraunið til sjávar.

Fjórir jarðskjálftar urðu á Kanaríeyjum skömmu eftir að nýja sprungan opnaðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert