La Palma-gosið á íslenskar hliðstæður

Slökkviliðsmenn við hús sem hraun stefnir á í Los Campitos …
Slökkviliðsmenn við hús sem hraun stefnir á í Los Campitos á La Palma. AFP

Eldgosið á La Palma-eyju á Kanaríeyjum á sér hliðstæður á Íslandi, að mati Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Hann nefndi Seyðishóla og eldstöðvar þar í kring og jafnvel enn frekar eldvirkni á Snæfellsnesi.

Þorvaldur segir að gríðarmiklir kvikustrókar hafi þeyst upp í loftið frá eldfjallinu. Hraun frá gosinu er mjög þykkt og seigt. Gígarnir opnuðust í miklum halla svo hraun rennur auðveldlega þar niður.

Margir hafa lýst áhyggjum af því að eldfjallið kunni að hrynja í sjó að stórum hluta og valda mikilli flóðbylgju. Þorvaldur telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert