Flugvellinum á La Palma lokað vegna eldgossins

Cumbre Vieja eldfjallið á La Palma.
Cumbre Vieja eldfjallið á La Palma. AFP

Þykkur reykjarmökkur frá eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum varð þess valdandi að loka þurfti flugvellinum á eynni í dag.

Eldfjallið Cumbre Vieje hóf að gjósa fyrir viku og hefur síðan spýtt út hrauni og ösku. Fella þurfti niður sjö flugferðir í gær. 

Að sögn flugvallarstjóra er flugvellinum lokað vegna uppsöfnunar ösku. Hreinsunaraðgerðir eru hafnar.

Aska spýtist upp úr eldfjallinu.
Aska spýtist upp úr eldfjallinu. AFP

Spænska flugfélagið Binter sagði á Twitter að það væri enn ekki hægt að segja til um hvenær hægt væri fljúga aftur frá flugvellinum.

Nýr gígur hefur opnast

Eldfjallafræðistofnun Kanaríeyja greindi frá því í dag að nýr gígur hefði opnast vestan við aðalgosstöðina.

6.200 hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna eldgossins, þar af 400 ferðamenn. 420 byggingar hafa eyðilagst vegna hrauns sem streymir frá fjallinu en hraunið þekur nú 190 hektara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert