Stutt hlé varð á eldgosinu á Kanaríeyjum í morgun áður en það hófst á nýjan leik. Íbúar hafa verið hvattir til að halda sig heima við af ótta við gasmengun þegar hraun rennur út í sjóinn.
Eldfjallið La Cumbre Vieja, sem er á suðurhluta eyjunnar La Palma, gaus fyrst 19. september. Síðan þá hefur hraun runnið hægt og rólega í átt að sjónum. Flugvellinum á eyjunni var lokað á laugardaginn en hann var opnaður aftur í gær.
Snemma í morgun hætti eldgosið og allt varð hljótt á eyjunni, áður en allt hófst aftur þó nokkrum klukkustundum síðar, að sögn fréttamanns AFP á staðnum.
Á meðan á hléinu stóð hélt reykur þó áfram að streyma upp úr eldfjallinu.
Incredible cloudless image of the #volcano eruption in #LaPalma 🌋 on the Canary Islands from #Landsat8 🛰️ acquired 26 September
— World Meteorological Organization (@WMO) September 27, 2021
via @annamaria_84 #ErupciónLaPalma #volcanCumbreVieja #LaPalmaeruption #lapalmavolcano pic.twitter.com/XR97X4Zsmt
Talsmaður Eldfjallafræðistofnunar Kanaríeyja, David Calvo, sagði að sem stendur væri einungis aska að berast frá eldfjallinu. Hann bætti við að annaðhvort kröftugar sprengingar eða rólegheit hefðu verið einkennandi í eldfjallinu í dálítinn tíma.
Hann staðfesti að dregið hefði úr virkninni undanfarna daga.
Hraunið hefur runnið mun hægar í átt að sjónum en búist var við. Að sögn sérfræðinga mun eiturgas fara út í andrúmsloftið um leið og það gerist, auk þess sem von er á sprengingum og miklum hávaða.