Enskur lögreglumaður sem handtók ranglega unga konu fyrir að brjóta reglur vegna Covid-19, rændi henni síðan, nauðgaði og myrti, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Dómarinn Adrian Fulford sagði að verknaður Wayne Couzens, 48 ára, hafi verið „viðbjóðslegur”.
Couzens kyrkti Söru Everard með lögreglubelti sínu eftir hafa rænt henni og nauðgað. Fyrir dómi í morgun sagðist hann verðskulda þungan dóm, sem hann og fékk.
Wayne Couzens nam Everard, sem var 33 ára, á brott er hún var á gangi heim til sín í Clapham í suðurhluta London 3. mars. Hann færði hana í bíl sinn og ók á brott.
Lögmaður hans sagði skjólstæðing sinn vera uppfullan af sjálfshatri, að sögn BBC.
„Hann reiknar með því að hann fái og eigi skilið þunga refsingu,” sagði lögmaðurinn Jim Sturman, í dómsalnum fyrr í morgun. „Enginn með réttu viti…getur fundið fyrir nokkru öðru en viðbjóði vegna þess sem hann gerði.”
CCTV evidence shown in the Sarah Everard court case creates a timeline of the night she was abducted and murdered by London policeman Wayne Couzenshttps://t.co/VpGmbhEc6k pic.twitter.com/s5VgC5yMCf
— BBC News (UK) (@BBCNews) September 30, 2021
Fyrir dómi sagði Sturman þrjár ástæður vera fyrir því að Couzenz geti ekki fengið lífstíðardóm: játning hans, undirliggjandi þunglyndi og að hann hafði aldrei áður verið dæmdur fyrir ofbeldi.