Vilja komast aftur til síns heima

Liðnar eru meira en tvær vikur síðan La Cumbre Vieja …
Liðnar eru meira en tvær vikur síðan La Cumbre Vieja byrjaði að gjósa og neyddi rúmlega sex þúsund manns til þess að yfirgefa heimili sín. AFP

Líf þúsunda hafa eyðilagst vegna eldgossins á La Palma eyju, en margir íbúar eru nú farnir að láta sig dreyma um að snúa aftur heim og byrja að byggja heimili sín upp að nýju.

Liðnar eru meira en tvær vikur síðan La Cumbre Vieja byrjaði að gjósa og neyddi rúmlega sex þúsund manns til þess að yfirgefa heimili sín er hraunið lagði undir sig stóra landshluta vestan megin við La Palma á Kanaríeyjum Spánar.

Engin löggjöf kemur í veg fyrir að íbúar geti farið aftur til heimila sinna í Aridane dalnum, þar sem um tuttugu þúsund manns hafa borið þungann af eldgosinu og hraunið eyðilagt yfir eitt þúsund byggingar.

Í síðustu tveimur eldgosum á La Palma, sem voru árin …
Í síðustu tveimur eldgosum á La Palma, sem voru árin 1949 og 1971 urðu mjög litlar skemmdir. AFP

Enginn vilji yfirgefa svæðið

Í síðustu tveimur eldgosum á La Palma, sem voru árin 1949 og 1971 urðu mjög litlar skemmdir. Ástæða þess var að íbúaþéttleiki þá var mun minni en hann er í dag.

Það er nokkuð ljóst að íbúar á svæðinu vilja ekki flytja burt.

„Ég fer ekkert,“ segir Pedro Antonio Sanchez, sextíu ára gamall íbúi við fréttastofu AFP.

„Það eru heil fjölmenn svæði eins og Todoque og önnur sem hafa horfið og margir íbúar, sem eiga rætur að rekja til þess, vilja vera áfram á svæðinu,“ sagði svæðisleiðtogi Kanaríeyja, Angel Victor Torres, við staðarblaðið El Diario de Avisos á mánudag.

Eina reglugerðin varðandi rétt til endurbyggingar hefur að gera með kælda hraunið, sem verður að virða sem „verndað náttúrulegt rými“-sem þýðir að enginn getur byggt á því, segir Perera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka