Mánuður frá því gosið hófst á La Palma

Hraun á rennur til byggða á La Palma.
Hraun á rennur til byggða á La Palma. AFP

Eld­gosið á spænsku eyj­unni La Palma hef­ur staðið í mánuð í dag. Eld­gosið hef­ur lagt und­ir sig stór landsvæði og fjöl­mörg mann­virki, þar á meðal heim­ili og sum­ar­hús, orðið hrauni að bráð. 

Eyj­an La Palma er ein eyj­anna í Kana­ríeyja­klas­an­um við norður­vest­ur­strönd Afr­íku. Eld­fjallið á eyj­unni gaus 19. sept­em­ber. Hraun hef­ur flætt til sjáv­ar með til­heyr­andi af­leiðing­um og hef­ur aska dreifst víða. 

Ekki hef­ur orðið mann­fall vegna eld­goss­ins enn sem komið er. Gos­inu fylg­ir, líkt og hér á landi, fjöldi smá­skjálfta. Jarðfræðing­ar segj­ast ekki geta sagt til um mögu­lega lengd jarðhrær­ing­anna. Eld­stöðin er tal­in losa um 10 þúsund tonn af brenni­steins­díoxíði út í and­rúms­loftið á dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert