Myndir sýna gjörbreytt landslag á La Palma

Hraunið flæðir úr Cumbre Vieja eldfjallinu.
Hraunið flæðir úr Cumbre Vieja eldfjallinu. AFP

Ljóst er af myndum að eldgosið á La Palma hefur verulega breytt ásýnd eyjunnar. Hraunið sem upp úr því flæðir hefur lagt undir sig stór landsvæði og eyðilagt fjölmörg mannvirki.

Ekkert lát á gosinu

Nærri 2.000 byggingar hafa orðið hrauninu að bráð og um 7.000 einstaklingar hafa þurft að yfirgefa heimili sín, að því er segir í umfjöllun BBC.

Engin alvarleg meiðsli hafa verið tilkynnt og ekkert mannfall hefur orðið af völdum gossins.

Að sögn embættismanna á svæðinu virðist ekkert lát vera á eldgosinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert