Aðalmeðferð í plastbarkamálinu hefst í héraðsdómstóli Solna á næsta ári, en þingfesting málsins fór fram í gær. Í málinu er skuðlæknirinn Paolo Macchiarini ákærður fyrir að hafa beitt þrjá sjúklinga grófu ofbeldi eða misþyrmingu er hann setti í þá plastbarka. Sjúklingarnir eru allir látnir.
Nýr saksóknari var skipaður í málinu eftir þingfestingu málsins í gær. Þetta upplýsir Jim Westerberg, yfirsaksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara í Svíþjóð, í samtali við Dagens Medicin. Mikael Björk sem hefur stýrt rannsókn saksóknara í málinu undanfarin ár mun því ekki flytja málið þegar aðalmeðferð hefst á næsta ári.
Fyrsti sjúklingurinn sem undirgekk plastbarkaaðgerð Macchiarini á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, Andemariam Teklesenbet Beyene, hafði verið til meðferðar á Landspítala.