Gætu náð höfuðborginni á næstu vikum eða mánuðum

Yfirgefin skriðdreki suðvestur af borginni Mekele í Tygrai-héraði.
Yfirgefin skriðdreki suðvestur af borginni Mekele í Tygrai-héraði. AFP

Upp­reisn­ar­menn gætu náð völd­um yfir Add­is Ababa, höfuðborg Eþíóp­íu, á næstu „mánuðum og jafn­vel viku“, Sam­tök­in Oromo sem tengj­ast upp­reisn­ar­sveit­um úr Tigray-héraði, greindu AFP-frétta­stof­unni frá þessu.

Upp­reisn­ar­her­inn í Tigray­-héraði hef­ur háð stríð við rík­is­stjórn Abiy Ah­meds, for­sæt­is­ráðherra Eþíóp­íu, síðastliðið ár en Tigray­-héraðið er í norður­hluta lands­ins. 

Odaa Tar­bii, talsmaður Frels­is­hers Oromo (OLA) sem hef­ur einnig náð fram­gangi á svæðum í kring­um Add­is Ababa, sagði að her hans ætlaði sér að koma rík­is­stjórn Abiy frá völd­um.

„Ef hlut­irn­ir halda áfram á sama veg þá erum við að tala um mánuði og jafn­vel vik­ur,“ sagði hann og átti við fram­gang OLA í átt að Add­is Ababa.

Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, tekur við blómvendi frá ungri stúlku …
Abiy Ah­med, for­sæt­is­ráðherra Eþíóp­íu, tek­ur við blóm­vendi frá ungri stúlku í júní síðastliðnum. AFP

Um­mæl­in komu klukku­stund­um eft­ir að Eþíópía lýsti yfir neyðarástandi og bað íbúa Add­is Ababa um að und­ir­búa það að verja sín hverfi.

Í yf­ir­lýs­ingu sem var gef­in út í morg­un sakaði Abiy Ah­med upp­reisn­ar­menn um að reyna að breyta Eþíóp­íu í Líb­ýu og Sýr­land og bætti við: „Þeir ætla sér að eyðileggja land, ekki reyna að byggja það upp.“

Hann hvatti íbúa til að styðja stjórn­ar­her­inn og sagði: „Sig­ur á þess­ari ógn sem staf­ar af óvin­um okk­ar næst ekki ef við vinn­um ekki sam­an.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert