Starfsmenn festust inni í vöruhúsi Amazon í Illinois-ríki í nótt eftir að þak byggingarinnar hrundi í hvirfilbyl. Fjöldi fólks lést þegar þakið hrundi.
Fjöldi hvirfilbylja hefur valdið mikilli eyðileggingu og mörgum dauðsföllum víða um Bandaríkin síðasta sólarhringinn.
Í Kentucky-ríki hafa að minnsta kosti 70 látist í hvirfilbyljunum og búist er við því að tala látinna eigi eftir að ná 100 síðar í dag. Dauðsföll hafa verið staðfest í að minnsta kosti fjórum öðrum ríkjum.