Tugþúsundir gætu dáið vegna Ómíkron í Bretlandi

Vísindamennirnir telja að hertar aðgerðir geti verið nauðsynlegar.
Vísindamennirnir telja að hertar aðgerðir geti verið nauðsynlegar. AFP

Bretar mega gera ráð fyrir stórri bylgju smita af völdum Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í janúar, verði ekki ráðist hertari aðgerðir, að mati vísindamanna. Afbrigðið gæti verið búið að valda um 25 til 75 þúsund dauðsföllum í lok apríl á næsta ári, ef fer sem horfir, en fjöldi dauðsfalla ræðst af því hve vel bólusetningar muni ganga.

Þrátt fyrir þessa svartsýnu spá segja vísindamenn enn margt óljóst í tengslum við þetta spálíkan. Þá hefur vísindamaður, sem ekki tengist þessari tilteknu rannsókn, sagt þessa sviðsmynd ólíklega.

Rannsóknin er unnin af vísindamönnum við London School of Hygiene and Tropical Medicine (LSHTM) sem hafa séð um ráðgjöf til ríkistjórnarinnar, en tekið er fram að ekki sé um kristalskúlu að ræða. Spálíkanið segi ekki til um það hvernig nákvæmlega faraldurinn mun þróast af völdum Ómíkron-afbrigðisins, en gefur einhverjar vísbendingar um mögulega útkomu.

Fjöldi smita tvöfaldist annan hvern dag

Rannsóknin er byggð á þeim ályktunum að Ómíkron-afbriðið valdi vægari einkennum en önnur afbrigði, hjá bólusettum einstaklingum og tekur einnig mið af „Plan B“ aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem fela í sér hertar sóttvarnarreglur. Sem felur í sér grímuskyldu á almannafæri og að fólk vinni heima hjá sér ef það mögulega getur.

Þrátt fyrir að afbrigðið valdi vægari einkennum þá breiðist það töluvert hraðar út og þó aðeins lítill hluti smitaðra þurfi að leggjast inn á sjúkrahús, verður það alltaf mikill fjöldi.

Samkvæmt rannsókninni mun fjöldi smita rúmlega tvöfaldast á rúmlega tveggja daga fresti. Það er hraðari útbreiðsla en áður en bólusetningar hófust.

Harðari aðgerðir mögulega nauðsynlegar

Bjartsýnasta spá vísindamannanna gerir ráð fyrir að um 21 milljón manna smitist á tímabilinu frá 1. desember til 30. Apríl, 175 þúsund spítalainnlögnum og tæplega 25 þúsund dauðsföllum.

Svartsýnasta spáin geri hins vegar ráð fyrir rúmlega 34 milljónum smita á tímabilinu, rúmlega 490 þúsund spítalainnlögnum og tæplega 75 þúsund dauðsföllum.

Vísindamennirnir segja að harðari aðgerðir kunni að vera nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að svartsýnasta spáin rætist. Það verði þó líka að horfa til þeirra áhrifa sem svo harðar aðgerðir geti haft á andlega heilsu fólks. Þá taka þeir fram að frekari gögn séu nauðsynleg til að hægt sé að teikna upp nákvæmari sviðsmynd af því hvernig faraldurinn muni þróast næstu mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert